ATHUGIŠ! Bloggar.is mun loka 1. aprķl 2016!
eidavinir.bloggar.is

Fréttabréf. Hśsnęši f. Sögustofu ķ Eišaskóla:Eišavinir

Staša framkvęmda:Verkefniš hefur gengiš fremur hęgt žvķ aš ekki hefur gengiš vel aš fį fólk til starfa og hefur žvķ žaš sem bśiš er veriš unniš aš mestu af žeim stjórnarmönnum, Orra, Grétari og Ó.H.J. Ekkert okkar er aš aš telja eftir žį vinnu en betur hefši gengiš ef fleiri hefšu komiš aš verkefninu.Helgi Hallgrķmsson hefur veriš sögulegur rįšgjafi og hefur unniš aš textagerš į spjöld og mį nś sjį žau spjöld ķ hśsnęši stofunnar en Skśli Björn Gunnarsson sį um śtlit og uppsetningu fyrir prentun. Hérašsprent sį um prentunina en Sandra Mjöll Jónsdóttir sį um uppsetningu og lokafrįgang og einnig ašstošaši hśn viš skönnun og lagfęringu į myndum..... Nįnar

Eišavinir nęr og fjęrEišavinir

GlottandiNú verðum við að láta hendur standa fram úr ermum eða eitthvað í þá átt.Glottandi

Við getum fengið húsnæðið undir sögustofuna afhent fljótlega og getum því farið að undirbúa sýninguna sem fyrirhugað er að setja upp í eðlisfræðistofunum.

Okkur vantar alla sem geta lagt fram eitthverja vinnu s.s. málara, rafvirkja, smiði og þess háttar.

Við fengum að gjöf bókina Alþýðuskólinn á Eðum sem var gefinn út 1983 af tilefni aldarafmælis skólans.
Þessi bók er til sölu hjá Oddý Völu í síma 567-2426 og 861-1695
Einnig er bókinn til sölu á Upplýsingarmiðst. Austurlands og er síminn þar 471-2320 og 863-1345
Bókin kostar kr. 2.500 og fer það óskert til sögustofunnar.

Einnig vantar mig öll þau netföng sem þið hafið, getið sent þau inn í gegnum gestabókina eða í netfangið okkaramilli@simnet.is
Fyrirhugað er að boða til kaffifundar fljótlega bæði fyrir austan og á suðvesturhorninu.
það verður auglýst frekar þegar nær dregur.

Kv.
Ólafía Herborg

SagaEišavinir

Vorið 1998 voru stofnuð Samtök Eiðavina með það að markmiði „að stuðla að endurreisn Eiðastaðar, í þágu menningar- og athafnalífs á Austurlandi“.Eiðar


eru fornt höfðingjasetur allt frá söguöld.

Bændaskóli var þar stofnaður 1883 en síðan starfaði þar Alþýðuskólinn á Eiðum í tæp 80 ár en

nú hefur skólastarf þar lagst af.

SögustofaEišavinir


Fréttabréf.

Til allra þeirra er málið varðar.
 
Eiðavinir héldu stjórnarfund þann. 23.október.

Efni fundarins var Sögustofa á Eiðum.

Gestir fundarins voru
Klara Stephensen f.h. Eiðastaðar, Elva Hlín Pétursdóttir safnvörður hjá Minjasafni Austurlands og Helgi Hallgrímsson.
Eiðavinir eru búnir að fá jákvætt svar við fyrirspurn sinni um húsnæði undir sögustofu á Eiðum. Urðum við í stjórninni mjög ánægð þegar svar barst frá Sigurjóni um að hann væri tilbúinn til að láta svokallaðar Eðlisfræðistofur undir þessa sögustofu. Kunnum við honum okkar bestu þakkir fyrir og lítum björtum augum á samstarfið um væntanlega sögustofu við hann og hans fólk. Klara bauð okkur svo í heimsókn út í Eiða fimmtudaginn þ.25. kl.10.00 og nutum við þar leiðsagnar hennar um staðinn .
Eftirtaldir í stjórninni fóru í þessa heimsókn:
Ólafía Herborg, Orri, Jóhann Grétar  ásamt Helga Hallgrímssyni og Unni Sveinsdóttur. 
Helgi hefur verið fenginn sem sögulegur ráðgjafi og ákveðið var að fela hönnun sögustofunnar í hendurnar á Unni.
Helga Hallgrímsson þarf e.t.v. ekki að kynna en hann er m.a. þekktur fyrir fræðistörf  þ.a.m. ýtarlega og vandaða bók um Lagarfljótið.
Unnur er mjög reynd á þessu sviði, hefur komið að mörgum uppsetningum og sýningum þ.a.m. Náttúrugripasafninu í Neskaupsstað, Steinasafni Petru á Stöðvarfirði og fl. og erum við þar í góðum höndum með hönnun sýningarinnar. Að auki eru þau bæði gamlir Eiðanemar. En það var í stuttu máli mjög gagnlegt og nauðsynlegt að fara og skoða Eiðastað.
Margt má þar eflaust betur fara en margt hefur verið unnið þar af góðum málum.
 

Húsnæði f. væntanlega Sögustofu í Eiðaskóla:
Við fyrstu sýn leist okkur viðstöddum mjög vel á væntanlegt húsnæði fyrir sögustofuna og sáum þar ótal möguleika, húsnæðið er í ágætu standi miðað við aldur og fyrri starfsemi.Þar má nýta margt sem er til staðar s.s. skápa með glerhurðum sem voru notaðir f. náttúrugripasafn og fleira sáum við sem hægt er að nota með litlum tilkostnaði en e.t.v smá breytingum og lagfæringum. 

Munir og fl. á væntanlega sýningu:
Í kjallara verknámshúss er fullt af munum frá Alþýðuskólanum á Eiðum. Flest er úr Eðlisfræðistofunni sem hentar vel á sýninguna. Þetta eru m.a. smásjár í haganlega smíðuðum kössum og fl. er þar til staðar tengt þessu. Saumavélar og fl. tengt handavinnukennslu er þarna og margt af því forvitnilegt. Þar eru líka tölvur frá mismunandi þróunnar stigi tækninnar.Í kjallara Miklagarðs er bókasafn sem hægt væri að nýta að hluta. Að auki er smíðastofan í Verknámshúsinu sem nær í óbreyttri mynd. 

Skólaspjöld, myndir og fl. munir til að hengja á veggi.
Þó nokkuð er til af skólaspjöldum allt frá því að skólahald hófs og til síðasta ársins sem skólinn var rekinn sem Alþýðuskóli. Þær myndir eru varðveittar í Héraðsskjalasafni og eins eru þar umtalsvert skjalasafn frá Eiðaskóla. Minjasafnið varðveitir einnig talsvert af munum og minjum. Verður að meta það og skoða hvað af því gæti farið á sýningu. Mun það að mestu verða mat hönnuðar að ákveða það í samráði við starfsfólk Minjasafns og Héraðsskjalasafns og stjórnir þeirra. 

Önnur gögn, myndir og fleira frá fyrri nemendum og starfsfólki.
Gera má ráð fyrir því að fyrrverandi Eiðanemar hugsi með hlýhug til þessa framtaks og  verði innan handar með aðkomu að þessari sýningu á einn eða annann hátt.  Eflaust leynist sitt lítið af hverju í skúffum og skápum sem að gagni mætti verða til að gera sýninguna sem líflegasta og minna á gamla góða daga í Alþýðuskólanum á Eiðum. 

Verkefnisstjóri og fjármögnun.
Flestir telja að þörf sé að ráða verkefnisstjóra til að halda utan um alla vinnu við þessa sögustofu og framlög til hennar. Mun það ráðast á komandi mánuðum, þegar komið hefur í ljós hversu mikið fjármagn fæst til að koma henni  í gang.
Fyrst verður þess freistað að leita til allra þeirra sjóða sem vitað er um m.a. til Menningarráðs  Austurlands og mun sú umsókn verða gerð á næstu dögum.  Eins er það á döfinni að leita til allra fyrrverandi Eiðanema með von um að þeir sýn hug sinn í verki og bregðist skjótt við. T.d. með vinnu, fjárframlagi, útvegun mynda, muna og svo frv.

Fleiri hugmyndir hafa komið hafa upp um fjáröflun.
Farið verður á stað með alls kyns fjáröflun í hvers kyns formi s.s. sölu póstkorta og fl. T
alsvert magn er til af bókinni “Alþýðuskólinn á Eiðum, eftir Ármann Halldórsson, sem var gefinn út árið 1983 af tilefni aldarafmælis skólans og megum við selja hana til styrktar sýningunni. 
Kveðja
Fyrir hönd stjórnar Eiðavina
Ólafía Herborg

           

Innskrįningar kubbur

Teljari

  • Heimsóknir ķ dag: ...
  • Žennan mįnuš: ...
  • Frį upphafi: ...

Auglżsing

Atburšarteljari

Prófķll

  • Nafn: Eišavinir
  • Stašur: Egilsstašir

Klukkan